Starf stýrihóps um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Rögnunefndin, og greiningarvinna hefur til þessa kostað 34,8 millj. kr. án vsk.
Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um störf stýrihópsins.
Segir í svarinu að hlutur ríkisins sé þriðjungur af heildarkostnaði, eða 11,6 millj. kr. án virðisaukaskatts. Kostnaður deilist jafnt á aðila samkomulagsins. Unnið er að sérstöku samkomulagi um lok vinnunnar sem ekki liggur fyrir.