Horfðu á fund Landsvirkjunnar í beinni

Lands­virkj­un býður til op­ins fund­ar í Hörpu í dag und­ir yf­ir­skrift­inni „Framtíðaráhrif lofts­lags­breyt­inga –Tími til aðgerða“. Fund­ur­inn er í beinni út­send­ingu á mbl.is. Útsend­ing­in hefst um kl 8:30 og stend­ur til 10:45. Um­fjöll­un­ar­efni fund­ar­ins snýst um hnatt­ræn­ar lofts­lags­breyt­ing­ar og hvernig fyr­ir­tæki geta unnið gegn áhrif­um þeirra.

Fram­sögu­menn á fund­in­um eru:
Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra.
Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.
Hall­dór Björns­son, veður- og haffræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.
Hall­dór Þor­geirs­son, for­stöðumaður stefnu­mörk­un­ar hjá skrif­stofu Ramma­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Magnús Hall­dórs­son, blaðamaður hjá Kjarn­an­um, stýr­ir fundi og pall­borðsum­ræðum. 

Þátt­tak­end­ur í pall­borðsum­ræðum í lok fund­ar eru:
Hall­dór Björns­son
Hall­dór Þor­geirs­son
Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands
Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan
Hólm­fríður Sig­urðardótt­ir, um­hverf­is­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur
Hugi Ólafs­son, skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti - aðal­samn­ingamaður Íslands í lofts­lags­mál­um.

mbl.is