Olíufyrirtæki vilja kolefnisgjald

Shell og BP eru á meðal þeirra olíu- og gasfyrirtækja …
Shell og BP eru á meðal þeirra olíu- og gasfyrirtækja sem vilja að kolefnisgjald verði tekið upp á heimsvísu. AFP

Sex evr­ópsk olíu- og gas­fyr­ir­tæki, þar á meðal Royal Dutch Shell og BP, kalla eft­ir því að kol­efn­is­gjald verði tekið upp af ríkj­um heims til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem hlýst af brennslu jarðefna­eldsneyt­is sem þau fram­leiða.

Stjórn­end­ur Royal Dutch Shell, BP, Eni, Total, Statoil og BG Group segj­ast vilja eiga sam­ræður við Sam­einuðu þjóðirn­ar og vilj­ug ríki í tengsl­um við lofts­lags­sam­komu­lag sem stefnt er að því að ná á loft­lagsþingi SÞ í Par­ís í des­em­ber. Í bréfi til Christiana Figu­eres, lofts­lags­mála­stjóra SÞ, og Laurent Fabius, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, leggja þeir til að kol­efn­is­gjald verði tekið upp og alþjóðlegt ramma­sam­komu­lag tengi það sam­an. Þetta fyr­ir­komu­lag telja stjórn­end­urn­ir vera veg­vísi fyr­ir orku­fyr­ir­tæki og fjár­festa.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða hlut­verk kol­efn­is­gjald mun leika í sam­komu­lagi sem full­trú­ar ríkja heims vinna nú að á fundi í Bonn í Þýskalandi sem hef­ur staðið yfir í tvær vik­ur. Fabius hef­ur lagt áherslu á að aðild­ar­ríki sam­komu­lags­ins nái ár­angri strax til þess að draga úr þrýst­ingi á sjálfu lofts­lagsþing­inu í des­em­ber. 

mbl.is