„Þrefað áfram um þetta dauða mál“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Sótt var um á röng­um for­send­um án raun­veru­legs póli­tísks vilja til aðild­ar og inn­an ESB var ekki held­ur neinn póli­tísk­ur áhugi á mál­inu. Nú er þrefað áfram um þetta dauða mál vegna forms­atriða og stofnað til deilna inn­an flokka og milli flokka.“

Þetta seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, á Face­book-síðu sinni í dag í kjöl­far frétta fyr­ir helgi um að Evr­ópu­sam­bandið hafi ákveðið að taka Ísland af lista sín­um yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu og umræðna um það með hvaða hætti hefði átt að standa að mál­inu af hálfu ís­lenskra stjórn­valda. Björn seg­ir að þær umræður snú­ist meira um formið á sam­skipt­un­um við ESB en efni máls­ins og spyr hvort ekki sé tíma­bært að ræða efn­is­lega um niður­stöðu um­sókn­ar­ferl­is­ins sem hann seg­ir að hafi verið dautt frá byrj­un.

„Er ekki tíma­bært að viður­kenna hina efn­is­legu niður­stöðu? Átta sig á að ís­lensk fisk­veiðilög­saga hverf­ur úr sög­unni og verður ESB-lög­saga. Vilja ein­hverj­ir ís­lensk­ir stjórn­mála­menn það? Sé svo eiga þeir að segja það og leggja fyr­ir kjós­end­ur að halda áfram ESB-viðræðunum á nýj­um for­send­um. Ísland er ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki.“

mbl.is