Uber-bílstjóri kærður fyrir áreiti

AFP

Lögreglan í Nýju-Delí hefur handtekið leigubílstjóra á vegum Uber en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan hávær umræða var um að banna starfsemi Uber á Indlandi.

Fórnarlambið sakar manninn um að hafa kysst hana án hennar vilja eftir að hafa ekið henni í Gurgaon borg, skammt frá Nýju-Delí. 

Í desember í fyrra var bílstjóri Uber handtekinn í Nýju-Delí eftir að hafa verið sakaður um að nauðga ungri konu. 

Að sögn fórn­ar­lambs­ins sofnaði hún í leigu­bíln­um á heim­leið úr mat­ar­boði. Þegar hún vaknaði hafði bíl­stjór­inn lagt leigu­bíln­um á af­vikn­um stað og þar réðst hann á kon­una og nauðgaði henni áður en hann henti henni út úr bíln­um, skammt frá heim­ili henn­ar í norður­hluta borg­ar­inn­ar.

Uber rak leigubílstjórann frá störfum en hjá Uber tengjast bílstjóri og farþegi saman í gegnum smáforrit. Það er þú pantar bíl hjá Uber í gegnum smáforrit. 

mbl.is