Áætlun um losun hafta kynnt

Ríkisstjórnin fundar í Stjórnarráðinu.
Ríkisstjórnin fundar í Stjórnarráðinu. mbl.is/Hjörtur

Fjármálaráðherra kynnir nú ríkisstjórninni áætlun um losun gjaldeyrishafta á fundi hennar, samkvæmt heimildum mbl.is. Ríkisstjórnin gerir sér vonir um að svonefndur stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði hundruðum milljarða króna og gera ríkinu kleift að verja efnahagslegan stöðugleika. 

Losun hafta hafa lengi verið til umræðu. Upphaflega var talað um að áætlunin yrði kynnt fyrir síðustu mánaðamót en það hefur dregist þar til nú. Fyrst var sagt frá því að frumvarpið yrði kynnt í dag í DV í morgun. Þar kemur fram að stöðugleikaskatturinn nemi 40% af eignum þrotabúa föllnu bankanna og þau þurfi að leggja fram yfir 500 milljarða króna. Til þess þurfi að leggja fram 5-6 frumvörp.

Gjaldeyrishöftin hafa verið í gildi frá árinu 2008. Fjármálaráðherra hefur áður sagt að losun þeirra sé eitt stærsta ef ekki stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á sviði efnahagsmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina