Viðmælendur sem mbl.is hefur náð tali af í dag, bæði nefndarmenn og þingmenn, vegna frumvarpsins koma margir af fjöllum og segjast ekkert vita um frumvarpið og svörin oft verið á þá leið að þeir viti ekkert meira en fjölmiðlar.
Þykir það því ljóst að mikil leynd hafi ríkt um frumvarpið alveg þar til það var sett á dagskrá þingfundar nú í kvöld, en unnið var að því að kynna frumvarpið fyrir þingmönnum, m.a. ráðherrum sem nú sitja á ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu rétt fyrir fundinn.
Svör nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd að fundi loknum í kvöld bera einnig þess merki að nefndarmenn vilji meiri tíma til þess að setja sig inn í málin og óskuðu nokkrir þeirra eftir því að fá tíma til þess að kynna sér frumvarpið áður en þeir tjá sig við fjölmiðla.