Kviðdómur í South Carolina fylki í Bandaríkjunum tilkynnti formlega í dag að fyrrum lögreglumaður, sem skaut óvopnaðan svartan mann til bana í apríl, verði ákærður fyrir morð.
Það vakti heimsathygli þegar að lögreglumaðurinn Michael Slager skaut Walter Scott átta sinnum í North Charleston þann 4. apríl. Atvikið náðist á myndskeið en á því má sjá Scott hlaupa í burtu frá Slager áður en hann skaut hann.
Scarlett Wilson, saksóknari í fylkinu, tilkynnti í dag ákvörðun kviðdómsins.
Slager hélt því fyrst fram að Scott hafi gripið í rafbyssu hans við umferðarljós. En myndband sem tekið var upp af sjónarvotti sýnir Scott og Slager ræða saman og Scott hlaupa í burtu. Þá skýtur Slager hann átta sinnum, úr töluverði fjarlægð.
Lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hefur verið heitt umræðuefni síðustu mánuðina. Fjölmörg mótmæli og fjöldafundir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum síðasta árið þar sem dauðsföllum svartra af völdum hvítra lögreglumanna er mótmælt harðlega.