97 teknir af lífi á þessu ári

Frá mótmælum í Saudi-Arabíu.
Frá mótmælum í Saudi-Arabíu. AFP

Þrír voru hálshöggnir í Saudi-Arabíu í dag, m.a. Sýrlendingur sem dæmdur hafði verið fyrir fíkniefnasmygl. Einnig voru tveir Saudi-Arabar, sem dæmdir voru fyrir morð, teknir af lífi. Mannréttindasamtök hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að sakborningar fái ekki réttláta meðferð fyrir dómstólum landsins.

Frá áramótum hafa 97 verið teknir af lífi í landinu. Á síðasta ári voru 87 teknir af lífi. 

Sýrlendingurinn Mohammed Hussein Abdulkareem Halwani var hálshöggvinn í Jubail eftir að hafa verið dæmdur fyrir að smygla metamfetamíni, samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneytisins.

mbl.is