Lögreglumanninum hefur verið hótað

Lögreglan dró upp byssu við sundlaugabakkann.
Lögreglan dró upp byssu við sundlaugabakkann. Skjáskot/Youtube

Lögreglumaður sem hélt 14 ára unglingsstúlku fastri á jörðinni með því að setja hné sitt í bak hennar í partíi í borginni McKinney í, rétt hjá Dallas í Texas í Bandaríkjunum, hefur yfirgefið heimili sitt þar sem honum hafa borist líflátshótanir.

Heldur hann nú til á ótilgreindum þar þar sem hann hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni. Maðurinn dró einnig upp byssu sína til að reyna að ná stjórn á aðstæðum.

Lögmaður lögreglumannsins segir að hann hafi beðist afsökunar og vonist til að afsögn sín muni binda enda á málið. Segir lögmaður hans einnig að hann hafi aldrei ætla koma illa fram við neinn.

Þá hafi tvö útköll vegna sjálfsvíga sem hann fór í fyrr um daginn gert það að verkum að hann var undir miklu álagi og brást því öðruvísi við en hann hefði átt að gera. 

Vilja að lögreglumaðurinn verði rekinn

mbl.is