Örverkefni að skipta í rafbíla

Fyrir utan stóriðju losa Íslendingar mest af gróðurhúsalofttegundum með akstri …
Fyrir utan stóriðju losa Íslendingar mest af gróðurhúsalofttegundum með akstri bíla. mbl.is/Styrmir Kári

Að raf­bíla­væða Ísland væri ör­verk­efni í sam­an­b­urði við stóriðju en með því væri hægt að svo gott sem kol­efnis­jafna landið. Sam­drátt­ur­inn í los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem næðist með notk­un raf­bíla jafnaðist á við heilt ál­ver og næg raf­orka er til í land­inu til að knýja raf­bíla­flota.

Ísland er að mörgu leyti fyr­ir­mynd­ar­ríki í um­hverf­is­mál­um. Gnægð af end­ur­nýj­an­legri orku frá vatns­afls- og jarðvarma­virkj­un­um þýðir að Íslend­ing­ar þurfa ekki að brenna jarðefna­eldsneyti eins og kol­um, gasi eða olíu til að fram­leiða raf­magn eða kynda hús sín með til­heyr­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda hættu­leg­um lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni.

Stóriðjan er lang­stærsta upp­spretta gróður­húsaloft­teg­unda sem losaðar eru hér á landi. Sú los­un er hins veg­ar ekki leng­ur beint á ábyrgð Íslands held­ur fell­ur hún und­ir sam­eig­in­legt los­un­ar­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir stóriðju. Eft­ir standa þá bíla­sam­göng­ur sem eru aðallega knún­ar með jarðefna­eldsneyti þar sem Íslend­ing­ar gætu gert mest til að draga úr los­un sinni.

Sam­kvæmt töl­um Sig­urðar Friðleifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs sem vinn­ur að auk­inni vit­und al­menn­ings og fyr­ir­tækja um skil­virka orku­notk­un og mögu­leika til orku­sparnaðar, eru um 200.000 fólks­bíl­ar í land­inu. Sé miðað við að þeim sé ekið um 15.000 kíló­metra á ári að meðaltali og meðalrauneyðsla þeirra sé um 8 lítr­ar á kíló­metra brenni þeir um 250 millj­ón­um lítra af olíu á ári.

Ef hægt yrði að hætta að nota jarðefna­eldsneyti til að knýja bíl­ana mætti draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um um 600.000 tonn á ári. Til sam­an­b­urðar losaði ál­ver Alcoa á Reyðarf­irði um 520.000 tonn árið 2012, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Ekki leng­ur til­rauna­verk­efni held­ur markaðslausn

Ýmsir kost­ir hafa verið nefnd­ir til að leysa bens­ín- og dísel­bíla af hólmi, þar á meðal met­an- og vetn­is­bíl­ar. Lík­lega er hins veg­ar óhætt að segja að raf­magns­bíll­inn sé væn­leg­asti kost­ur­inn, að minnsta kosti á Íslandi. Þróun þeirra bíla og fram­far­ir í raf­hlöðutækni þýða að þeir eru að verða ódýr­ari og drægi þeirra eykst hröðum skref­um. 

Sig­urður seg­ir að raf­bíl­ar séu ekki leng­ur til­rauna­verk­efni held­ur markaðslausn. Marg­ar stór­ar grein­ing­ar og spár geri ráð fyr­ir að þeir verði orðnir sam­keppn­is­hæf­ir við bens­ín­bíla án stór­tækra íviln­ana eft­ir árið 2020. Ef Íslend­ing­ar vildu þá gætu þær raf­orku­vætt bíla­flot­ann.

„Við höf­um næga raf­orku og raf­orku­dreifi­kerfið er nógu sterkt. Þetta væri ekki yfirþyrm­andi bylt­ing eða átak sem þyrfti. Það væri bara spurn­ing hvað við mynd­um gera þetta hratt. Eig­um við að bíða eft­ir því að bíl­arn­ir verði hag­kvæm­ari eða eig­um við að inn­leiða þetta með skattaaðlög­un?“ seg­ir Sig­urður sem tel­ur að hægt yrði að inn­leiða raf­bíla hratt með því að lækka alla skatta nema á kol­efni og olíu.

Raf­bíl­ar heppi­leg­ir raf­orku­not­end­ur

Um 200.000 fólks­bíl­ar eru í land­inu og meðal­notk­un raf­bíla er um 3.000 kílówatt­stund­ir (kWst) á ári. Það þýðir að ef bíla­floti Íslands yrði raf­vædd­ur næmi raf­orku­notk­un hans um 600 gíg­awatt­stund­um (GWst) á ári sam­kvæmt út­reikn­ing­um Sig­urðar. Til sam­an­b­urðar fram­leiðir Búðar­háls­virkj­un um 505 GWst á ári.

Þrátt fyr­ir það tel­ur Sig­urður að ekki þyrfti að bæta við virkj­un­um til að hægt væri að knýja bíla­flot­ann með raf­magni. Næg orka sé til í kerf­inu og raf­bíla­væðing­in ætti sér hvort sem er ekki stað í einu vet­fangi. Þá séu raf­bíl­ar heppi­leg­ur raf­orku­not­andi að mörgu leyti. Þeir séu lang­mest hlaðnir að nóttu til og þá sé meira ekið á sumr­in en á vet­urna þegar vatns­afls­virkj­an­ir séu í bestu formi.

„Þetta væri ör­verk­efni á ís­lenska vísu í raf­orku­mál­um. Við höf­um tek­ist á við gríðarlega stór verk­efni þar sem risa­not­end­ur koma inn af mikl­um krafti og tryggja þarf fram­leiðslu og af­hend­ingu af ör­yggi,“ seg­ir Sig­urður og vís­ar þar til stóriðju­upp­bygg­ing­ar.

Með því að raf­væða bíla­flot­ann tæk­ist Íslandi að kol­efnis­jafna sig fyr­ir utan fiski­skipa- og flug­véla­flot­ann. Aðlög­un­in væri þægi­leg að mati Sig­urðar. Svo mikið sé til af hrein­um raf­bíl­um og blend­ing­um að hægt sé að finna bíla við allra hæfi fyr­ir utan örfá út­gildi.

„Það má segja að framtíðarbíll­inn er kom­inn og við þurf­um að fara að velja um inn­leiðing­ar­hraða. Hann still­um við með íviln­un­um. Ef við vilj­um eng­ar íviln­an­ir þá verðum við bara að bíða í ein­hver tíu ár þar til hann verður hag­kvæm­ari en bestu bens­ín­bíl­arn­ir. Ef við vilj­um keyra þetta hraðar, sem við get­um vel gert, þá still­um við þetta bara af í skatta­kerf­inu,“ seg­ir Sig­urður.

Frá framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun árið 2012.
Frá fram­kvæmd­um við Búðar­háls­virkj­un árið 2012. mbl.is/​RAX
mbl.is

Bloggað um frétt­ina