„Enginn vilji til samninga“

Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Styrmir Kári

„Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar voru kynnt­ar minni­hlut­an­um í dag og ég held að þeim atriðum sem komu fram hjá minni­hlut­an­um hafi verið mætt,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, um stöðu mála á þingi vegna breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn veiða á Norðaust­ur-Atlants­hafs­mak­ríl.

„Hér er verið að leggja til að þau skil­yrði sem Umboðsmaður Alþing­is mælti fyr­ir um í sínu áliti verði upp­fyllt og að sama skapi að nálg­ast þau sjón­ar­mið sem hafa verið eitt helsta ágrein­ings­efnið í fisk­veiðistjórn­un­ar­mál­un­um, sem er framsalið á afla­heim­ild­um. Í þessu til­felli er lagt til að blátt bann verði lagt við var­an­legu framsali afla­heim­ilda,“ seg­ir Jón.

Stjórn­ar­and­stöðuliðar voru ósátt­ir við breyt­ing­ar­til­lög­una í dag, en t.a.m. sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, að hér væri um „gjör­sam­lega nýja til­lögu að ræða“.

Frétt mbl.is: „Gjör­sam­lega ný til­laga“

Flokks­syst­ir Katrín­ar, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, var einnig ósátt við ástand mála. „Í raun er bara verið að taka stórt skref inn í nú­ver­andi kvóta­kerfi,“ sagði Lilja Raf­ney í sam­tali við mbl.is fyrr í dag og bætti við: „Við töld­um að halda ætti þessu óbreyttu næsta árið en svo yrði allt und­ir þegar við tök­um fyr­ir heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn fisk­veiða.“

Katrín Jakobsdóttir var ekki sátt við gang mála í dag.
Katrín Jak­obs­dótt­ir var ekki sátt við gang mála í dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Stíf­ar for­send­ur minni­hlut­ans“

Aðspurður hvort hér sé um ein­hvers kon­ar mis­skiln­ing að ræða hjá stjórn­ar­and­stöðuliðum seg­ir Jón það ekki fylli­lega ljóst.

„Ekk­ert sam­komu­lag um þinglok hef­ur verið kynnt fyr­ir okk­ur. Við telj­um okk­ur hafa teygt okk­ur ansi ná­lægt and­stöðunni í ýms­um mál­um þar sem við höf­um gefið eft­ir helstu gagn­rýn­is­mál af þeirra hálfu. Eft­ir stend­ur að eng­inn vilji er til samn­inga nema á mjög stíf­um for­send­um minni­hlut­ans,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir ómögu­legt að spá fyr­ir um hvort málið komi til með að leys­ast á næstu dög­um, en von­ast þó til þess.

„Við í nefnd­inni mun­um halda áfram vinnu okk­ar á grund­velli þess­ara breyt­ing­ar­til­lagna á fimmtu­dag­inn þar sem við fáum hags­munaaðila til fund­ar við okk­ur og fáum viðbrögð þeirra við þessu. Ég vona auðvitað að þing­inu tak­ist að leiða þenn­an ágrein­ing all­an í jörð þannig að við get­um skilið við þingið með sóma­sam­leg­um hætti af allra hálfu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina