Makrílveiðar allra stærða og gerða fiskiskipa háðar kvóta

Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.
Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.

Mak­ríl­veiðar smá­báta og ís­fisk­veiðiskipa eru nú kvóta­sett­ar, sam­kvæmt nýrri reglu­gerð um stjórn mak­ríl­veiða ís­lenskra fiski­skipa árið 2015.

Þar með eru mak­ríl­veiðar allra gerða ís­lenskra fiski­skipa háðar afla­heim­ild­um. Mak­ríl­veiðum smá­báta hef­ur verið stýrt með sókn­ar­marki frá því að þær hóf­ust árið 2010. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra setti reglu­gerðina í fyrra­dag.

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hef­ur lýst yfir fullu van­trausti á embætt­is­færslu sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og krefst þess að reglu­gerðin verði dreg­in til baka. Í reglu­gerðinni er miðað við að heild­armakrílafli ís­lenskra skipa verði 172.964 lest­ir á þessu ári. Það er nokk­ur aukn­ing frá því í fyrra, þegar kvót­inn var 167.826 lest­ir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: