Maður sem grunaður er um að hafa skotið níu manns til bana í kirkju í Charleston í Suður Karólínu fylki Bandaríkjanna á miðvikudaginn hefur verið ákærður fyrir morðin og fyrir að bera vopn ólöglega. BBC greinir frá þessu.
Talið er að sakborningurinn, Dylann Roof, muni koma fram fyrir dómara í dag. Lögregla rannsakar morðin sem hatursglæp en Roof er grunaður um að fremja skotárás á fólk sem var viðstatt Biblíufræðslu. Lögregla rannsakar árásina sem hatursglæp.
Hann flúði vettvang árásarinnar en lögregla handsamaði hann í gær í Norður Karólínu í um 320 kílómetra fjarlægð frá Charleston. Flogið var með hann aftur til Suður Karólínu í kjölfarið.