Fékk byssuna í afmælisgjöf

Dylann Roof, sem er grunaður um að hafa skotið níu manns til bana í kirkju í Charleston í Suður-Karólínu, fékk nýlega byssu í afmælisgjöf frá föður sínum.

Um er að ræða 45 kalibera skammbyssu og er talið að hann hafi notað byssuna við ódæðisverkið seinasta miðvikudag.

Carson Cowles, frændi hans, hefur staðfest þetta við fjölmiðla. Hann segir að hann hafi reynt að leiðbeina frænda sínum, en Roof hefði ekki haft áhuga á því. Faðir hans hefði gefið honum byssuna í afmælisgjöf í aprílmánuði.

Roof, sem er 21 árs gamall, er frá borg­inni Lex­ingt­on í Suður-Karólínu. Hann var viðstadd­ur biblíu­fræðslu í kirkj­unni þegar hann stóð skyndi­lega upp og sagðist vera kom­inn „til þess að skjóta svart fólki“ að sögn vitna. Kona sem var í kirkjunni sagði að Roof hefði sagst vera tilneyddur til að gera það sem hann gerði. „Ég verð að gera þetta. Þeir nauðga konunum okkar og taka yfir landið,“ á Roof að hafa sagt.

Fréttir mbl.is:

Hef staðið of oft í þessum sporum 

Kom „til þess að skjóta svart fólk“

Birtu mynd­ir af þeim grunaða

Níu féllu í skotárás í Char­lest­on

Dylann Roof er 21 árs gamall.
Dylann Roof er 21 árs gamall. Af Facebook
mbl.is