Smábátasjómenn reiðir

Kvótasetning talin binda enda á makrílveiðar tuga smábáta.
Kvótasetning talin binda enda á makrílveiðar tuga smábáta. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er með ólík­ind­um að menn kom­ist upp með svona,“ sagði Her­mann Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Stakka­vík­ur ehf. í Grinda­vík, um mak­ríl­kvóta fyr­ir smá­báta.

„Það var búið að vara menn við með mót­mæl­um og öðru að gera þetta ekki. En þeir vaða samt út í þetta og halda að fólk segi bara já og amen.“

Fiski­stofa birti í gær út­hlut­un mak­ríl­kvóta. Í fyrsta sinn er sett­ur kvóti á smá­báta sem veiða mak­ríl á línu og hand­færi. Þeir fá sam­tals 7.025 tonn (4,1% heild­arkvót­ans) sem skipt­ast milli 192 báta. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, lík­legt að kvóta­setn­ing­in bindi enda á mak­ríl­veiðar tuga báta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: