Í meðfylgjandi myndbandi sést greinilega að ekki er allt sem sýnist. Áttan hefur verið að rista túrista um alla borg undanfarið. Í þetta skipti reyna þeir að blekkja túristaaugað og það með þessum stórkostlega hætti.
Egill Ploder og Ragnar Jónsson teljast seint vera líkir en þeir klæða sig upp í alveg eins fötum og blekkja túristana þannig. Egill Ploder byrjar viðtalið svo kemur Arnar Þór Ólafsson, einn þáttastjórnandi Áttunnar, og truflar túristana á meðan stekkur Egill bakvið byggingu og Ragnar kemur í hans stað.
Það er algjörlega magnað að sjá hvernig túristarnir bregðast við þessum skiptum og er hægt að segja í þessu tilfelli að sjón er söguríkari.
Í þessum lið hittir Áttan algjörlega naglann á höfuðið og skilar frá sér einn einu myndbandinu sem skilur þig eftir heima í „sjokki“ en um leið í hláturskasti.
Ekki voga þér að missa af þessum lið og einnig geturðu séð fleiri túristarnir á www.mbl.is/attan og þættina í heild sinni.
Fylgist þið meira með þeim hér:
www.facebook.com/attanofficial
www.instagram.com/attan_official
Snapchat: ATTAN_OFFICIAL
Watchbox: #attan_offical