Beiti Ísland refsiaðgerðum

Full­trú­ar á þriðja tug banda­rískra dýra­vernd­ar­sam­taka hafa ritað bréf til Baracks Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, og ít­rekað fyrri ósk sam­tak­anna um að Ísland verði beitt refsiaðgerðum vegna hval­veiða. Slík­um aðgerðum verði einnig beint sér­stak­lega að ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sem hafi tengsl við hval­veiðar eða önn­ur fyr­ir­tæki sem stundi þær.

Fram kem­ur í bréfi dýra­vernd­ar­sam­tak­anna, sem eru hluti af regn­hlíf­ar­sam­tök­un­um Whales Need US (WNUS), eða Hval­ir þarfn­ast okk­ar, að þau hafi áður sent banda­rísk­um stjórn­völd­um hliðstætt bréf í maí á þessu ári. Enn­frem­ur seg­ir að sam­tök­in séu ánægð með þær diplóma­tísku aðgerðir sem gripið hafi verið til gagn­vart Íslandi en ljóst sé að meira þurfi til svo Ísland hætti hval­veiðum.

mbl.is