Telja ráðherra hafa brotið lög

Ísfélagið og Huginn telja íslenska ríkið bótaskylt.
Ísfélagið og Huginn telja íslenska ríkið bótaskylt. mbl.is/Árni Sæberg

Mál Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. og Hug­ins ehf. gegn ís­lenska rík­inu, til viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu rík­is­ins vegna ákvörðunar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um út­hlut­un mak­ríl­kvóta árið 2011, voru tek­in fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær.

Mál­un­um var báðum frestað til hausts að beiðni lög­manna út­gerðanna. Mál­in voru höfðuð í maí síðastliðnum, til viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu rík­is­ins vegna ákvörðunar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að ráðstafa aðeins hluta heild­armakrílafl­ans til skipa sem höfðu sam­fellda veiðireynslu frá ár­un­um 2008-2011.

Útgerðirn­ar telja skip sín hafa upp­fyllt laga­skil­yrði um sam­fellda veiðireynslu og því hafi ráðstöf­un ráðherra verið ólög­leg. Hon­um hafi borið að taka til­lit til veiðireynslu skip­anna og deila út kvóta í sam­ræmi við laga­ákvæði um tak­mörk­un veiða á deili­stofn­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina