Ekkert óeðlilegt ástand

Makríll unninn í Vestmannaeyjum.
Makríll unninn í Vestmannaeyjum.

Nokk­ur skip eru kom­in á mak­ríl­veiðar 40-50 sjó­míl­ur suður af Vest­manna­eyj­um og voru skip frá Eyj­um fyrst á svæðið.

Að sögn Eyþórs Harðar­son­ar, út­gerðar­stjóra Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, hafði Álfs­ey VE veitt um 300 tonn í gær og kem­ur til hafn­ar í dag.

Mak­ríls­ins hef­ur ekki orðið vart ann­ars staðar á land­inu en Eyþór tel­ur það ekki áhyggju­efni enn sem komið er. „Þetta kem­ur hægt og síg­andi þegar sjór­inn hlýn­ar. Það hef­ur sjaldn­ast verið neinn kraft­ur í veiðunum í júní­mánuði,“ seg­ir Eyþór í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: