Hvað veldur hnattrænni hlýnun?

Hvorki eldgos, sólvirkni eða aðrir náttúrulegir þættir skýra þá hlýnun …
Hvorki eldgos, sólvirkni eða aðrir náttúrulegir þættir skýra þá hlýnun orðið hefur á jörðinni síðustu hálfu öldina sérstaklega. mbl.is/RAX

Þeir sem draga í efa að menn valdi breyt­ing­um á lofts­lagi jarðar týna til ýms­ar aðrar mögu­leg­ar ástæður fyr­ir hlýn­un eins og virkni sól­ar eða nátt­úru­leg­ar sveifl­ur. Viðskipta­fjöl­miðil­inn Bloom­berg hef­ur tekið sam­an hvaða áhrif mis­mun­andi þætt­ir hafa á hnatt­ræna hlýn­un á mynd­ræn­an hátt. Þar sést glöggt það lyk­il­hlut­verk sem gróður­húsaloft­teg­und­ir leika.

Í fram­setn­ingu Bloom­berg, sem bygg­ir á gögn­um Godd­ard-geim­rann­sókna­stofn­un­ina (GISS) banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA, má sjá hvaða áhrif þætt­ir eins og eld­gos, spor­braut jarðar, agn­ir í loft­hjúpn­um og virkni sól­ar hafa haft á þróun meðal­hita jarðar­inn­ar.

Niðurstaðan er sú að eng­inn þess­ara þátta út­skýr­ir þá hlýn­un sem hef­ur orðið á jörðinni frá iðnbylt­ingu og sér­stak­lega síðustu ára­tug­ina eins og vax­andi los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um út í and­rúms­loftið.

Mynd­ræn fram­setn­ing Bloom­berg á áhrifaþátt­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar

mbl.is