Rögnunefndin skilar skýrslu eftir hádegi

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Rögnu­nefnd­in svo­kallaða, sem nefnd er eft­ir Rögnu Árna­dótt­ur for­manni nefnd­ar­inn­ar, mun skila skýrslu sinni og niður­stöðum eftir hádegi í dag. Er um að ræða stýrihóp um sameiginlega at­hug­un rík­is, Reykja­vík­ur­borg­ar og Icelanda­ir Group á flug­vall­ar­kost­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Upphaflega átti hópurinn að skila skýrslu sinni fyrir síðustu áramót en nefndin fékk hins vegar frest til 1. júní sl. Átti nefndin þá að skila skýrslu sinni og niðurstöðum 15. júní sl.

Í samtali við mbl.is segir Ragna Árna­dótt­ir nefndina koma til með að skila niðurstöðum sínum eftir hádegi í dag. Verður skýrslan hins vegar ekki kynnt sérstaklega á blaðamannafundi.
mbl.is