Ekkert erindi borist bæjarstjórn

Vogar á Vatnsleysuströnd.
Vogar á Vatnsleysuströnd. Ljósmynd/Vogar

„Okkur hefur nú ekki borist neitt erindi vegna þessa máls, hvorki formlegt né óformlegt,“ segir Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum á Vatnsleysuströnd, í samtali við mbl.is og vísar í máli sínu til vinnu stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair.

Fram kem­ur meðal ann­ars í niður­stöðum hóps­ins það álit að Hvassa­hraun, sem er að hluta í landi Voga á Vatnsleysuströnd, sé besti kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl, en nefnd­inni var falið að kanna aðra kosti en Reykja­vík­ur­flug­völl í Vatns­mýri.

Hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni er einnig inni á landi sem tilheyrir Hafnarfirði. Hefur Har­ald­ur L. Har­alds­son, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, lýst því yfir að hann muni kalla stýrinefndina á fund bæj­ar­ráðs til þess að kynna skýrsl­una og svara spurn­ing­um.

Aðspurður segir Ingþór það einnig koma til greina.

„Við kláruðum í þessari viku okkar síðasta bæjarstjórnarfund fyrir sumarfrí en bæjarráð kemur saman reglulega og því er ekki ólíklegt að við gerum eins,“ segir hann.

mbl.is