Bráðnun jökulsins veldur jarðskjálftum

Grænlandsjökull hefur bráðnað mikið á undanförnum árum eftir því sem …
Grænlandsjökull hefur bráðnað mikið á undanförnum árum eftir því sem hitastig jarðar hefur hækkað. AFP

Borga­rís­jak­ar sem brotna af Græn­lands­jökli valda jarðskjálft­um sem geta verið rúm­lega fimm að stærð og slík­um skjálft­um hef­ur fjölgað mikið frá því á 10. ára­tug síðustu ald­ar eft­ir því sem jök­ull­inn hef­ur bráðnað meira. Árlega bráðna um 378 millj­arðar tonna af ísn­um og hækka yf­ir­borð sjáv­ar.

Vís­inda­menn frá Há­skól­an­um í Sw­an­sea, Col­umb­ia-há­skóla og fleiri stofn­un­um hafa rann­sakað hvernig bráðnun Græn­lands­jök­uls get­ur valdið jarðskjálft­um. Komu þeir GPS-mæl­um fyr­ir á Hell­heim-skriðjökl­in­um á suðaust­ur­hluta Græn­lands. Þeir fylgd­ust einnig með fremsta hluta jök­uls­ins þar sem hann brotn­ar út í sjó­inn með mynda­vél­um. Þá notuðu þeir jarðskjálfta­mæl­ing­ar til að fylgj­ast með jarðvirkn­inni á svæðinu.

Borga­rís­jak­arn­ir sem brotna úr skriðjökl­um Græn­lands eru eng­in smá­smíði. Massi þeirra get­ur numið gígat­onni, ein­um millj­arði tonna, og þeir geta verið fjór­ir kíló­metr­ar að lengd. Þegar þeir brotna af jökl­in­um losna því mikl­ir kraft­ar úr læðingi. Ísjak­arn­ir standa í raun upp lóðrétt­ir þegar þeir brotna af en byrja fljótt að hvolfa, að því er kem­ur fram í frétt Washingt­on Post.

Þegar það ger­ist dett­ur hlut­inn sem stend­ur upp úr sjón­um og þrýst­ist gegn skriðjökl­in­um á meðan neðri hlut­inn þrýst­ist upp á við. Þrýst­ing­ur­inn frá efri hlut­an­um við skriðjök­ul­inn er svo mik­ill að hann ýtir jökl­in­um til baka tíma­bundið. Það dug­ir til þess að láta jörðina skjálfa und­ir ísn­um.

Myndi hækka yf­ir­borð sjáv­ar um sex metra

Til viðbót­ar þessu mynd­ast pláss á milli borga­rís­jak­ans og skriðjök­uls­ins þegar hann brotn­ar af þar sem vatn flæðir inn. Svæðið hef­ur lægri vatnsþrýst­ing en um­hverfið sem dreg­ur úr þeim þrýst­ingi sem vatnið og ís­inn set­ur á jörðina fyr­ir neðan. Það veld­ur því að jörðin lyft­ist sem kem­ur aft­ur fram á jarðskjálfta­mæl­um. Ham­förun­um fylgja jafn­framt flóðbylgj­ur sem ganga út firðina þegar ís­jak­arn­ir ryðja vatn­inu frá sér.

Bráðnun Græn­lands­jök­uls veld­ur rúm­lega eins millí­metra hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar á ári en ár­lega bráðna 378 gígat­onn af ís jök­uls­ins. Hyrfi jök­ull­inn all­ur myndi það þýða sex metra hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar. Hann minnk­ar nú aðallega vegna jökla sem skríða fram í sjó og brotna en einnig þegar bráðnun­ar­vatn sem mynd­ast ofan á jökl­in­um kemst niður í gegn­um sprung­ur og alla leið út í sjó.

„Jarðskjálft­arn­ir sjálf­ir valda ekki óstöðug­leika í ís­hell­unni en þeir eru merki um þá staðreynd að hún er að minnka og hörfa,“ seg­ir Meredith Nett­les frá Lamont-Doherty-jarðat­hug­ana­stofn­un Col­umb­ia-há­skóla í New York.

Frétt Washingt­on Post af jarðskjálftun­um í Græn­lands­jökli

mbl.is