Fínustu höl og fallegur makríll

Makríllinn er í góðu standi, segja sjómenn.
Makríllinn er í góðu standi, segja sjómenn. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Við blás­um al­veg á spá­dóma um það. Við höf­um ekk­ert séð sem gef­ur til kynna að ekki verði góð mak­ríl­vertíð, þvert á móti byrj­ar vertíðin vel hjá okk­ur,“ seg­ir Jón Ax­els­son, skip­stjóri á Álsey VE-2, um byrj­un mak­ríl­vertíðar­inn­ar, en sum­ir höfðu spáð því að mak­ríll­inn kæmi ekki í ár.

Mak­ríll hef­ur veiðst und­an­farna daga við Eyj­ar. Einnig er byrjað að leita fyr­ir aust­an land en vertíðin virðist byrja seinna þar en oft áður.

Álsey var ný­kom­in á miðin und­ir kvöld í gær, þegar rætt var við Jón, og var ný­búið að kasta. Veður var leiðin­legt þannig að Jón hélt sig inni á Grinda­vík­ur­dýpi, að því er fram kem­ur  í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: