Lönd heimsins búi sig undir hita

Þessa dagana er víða mjög heitt í Evrópu og í …
Þessa dagana er víða mjög heitt í Evrópu og í Asíu. AFP

Sam­einuðu þjóðirn­ar hvetja lönd heims­ins til að út­búa viðbragðskerfi til að bregðast við hættu sem staf­ar af hita­bylgj­um. Hita­bylgj­ur verða sí­fellt tíðari, ákafari og hættu­legri vegna loft­lags­breyt­inga og þarf að fylgj­ast með því hvaða áhrif þær hafa á heilsu jarðarbúa.

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) og alþjóðaveður­fræðistofn­un­in (WMO) hafa lagst á eitt við að út­búa leiðbein­ing­ar fyr­ir sér­fræðinga og yf­ir­völd um hvernig á að lág­marka hættu á heilsutapi þegar hita­bylgj­ur ríða yfir, líkt og þær sem gera nú mörg­um íbú­um Asíu og Evr­ópu lífið leitt.

Leiðbein­ing­ar sem þess­ar eru þegar til í ein­hverj­um lönd­um, til að mynda í Frakklandi, sem kynnti til sög­unn­ar viðbragðskerfi eft­ir að landið varð illa úti í hita­bylgju sem reið yfir Evr­ópu sum­arið 2003. Tug­ir þúsunda létu lífið í álf­unni.

Í öðrum lönd­um, líkt og í Pak­ist­an, eru leiðbein­ing­ar sem þess­ar ekki til. Þar í landi hafa fleiri en 1.200 manns látið lífið að und­an­förnu vegna mik­ils hita. Þá létu fleiri en tvö þúsund manns lífið í Indlandi fyrr í sum­ar vegna hita­bylgju. Íbúar land­anna hafa vissu­lega aðgang að veður­spá en víðast hvar er ekki farið nán­ar út þá hættu sem get­ur stafað af hit­an­um.

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in og alþjóðaveður­fræðistofn­un­in hvetja lönd, jafn­vel þau sem glíma að jafnaði ekki við hita­bylgj­ur, að vera vel und­ir­bú­in. Lofts­lags­breyt­ing­ar geti gert það að verk­um að hita­bylgj­ur skjóti upp koll­in­um þar sem þær hafa ekki látið verið tíðar áður.

mbl.is