Markmið Íslands enn ekki ljóst

Fyrir utan stóriðju kemur stærsti hluti losunar Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum …
Fyrir utan stóriðju kemur stærsti hluti losunar Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum frá samgöngum. Enn á eftir að semja um hversu mikið Íslendingar munu draga úr losun sinni fyrir 2030. mbl.is/Ómar

Íslensk stjórn­völd til­kynntu skrif­stofu lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna í gær að þau muni sam­ein­ast um mark­mið um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir 2030 með Nor­egi og lönd­um ESB. Ekki ligg­ur þó fyr­ir hversu mikið Ísland mun draga úr los­un en það mun verða meira en nú­ver­andi mark­mið.

Lofts­lagsþing Sam­einuðu þjóðanna fer fram í Par­ís í des­em­ber en þar er ætl­un­in að ná alþjóðlegu sam­komu­lagi um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til þess að forða verstu af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga. Hafa aðild­ar­ríki lofts­lags­samn­ings­ins eitt af öðru skilað lands­mark­miðum sín­um und­an­far­in miss­eri. Um­hverf­is­ráðuneytið sendi frá sér til­kynn­ingu í gær um að Íslend­ing­ar muni fylgja Norðmönn­um og lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­mark­mið.

Hugi Ólafs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands í lofts­lags­mál­um, seg­ir að rík­in eigi enn eft­ir að semja um innri skipt­ingu sam­drátt­ar los­un­ar og hann geri ekki ráð fyr­ir að því verði lokið fyr­ir fund­inn í Par­ís í des­em­ber.

Sam­eig­in­lega mark­miðið er 40% sam­drátt­ur los­un­ar miðað við árið 1990 fyr­ir 2030. Íslend­ing­ar vinni þegar að sam­eig­in­legu mark­miði af þess­um toga inn­an Kyoto-bók­un­ar­inn­ar en sam­kvæmt því þurf­um við að draga úr los­un um 20% fyr­ir 2020. Hugi seg­ir að slá megi föstu að skuld­bind­ing­ar Íslend­inga verði strang­ari fyr­ir 2030 en 2020.

„Auðvitað höf­um við grófa hug­mynd um hvað það gæti verið en það er ekki frá­gengið. Það verður klár­lega strang­ara og meiri minnk­un á los­un til 2030 held­ur en til 2020,“ seg­ir Hugi.

Upp­færa aðgerðaáætl­un sína fyr­ir 2020

Sam­eig­in­lega mark­miðið er tví­skipt. Ann­ars veg­ar er sam­eig­in­legt evr­ópskt viðskipta­kerfi með los­un­ar­heim­ild­ir sem fyr­ir­tæki og iðnaður starfar und­ir en hins veg­ar hef­ur hvert og eitt ríki eig­in lands­mark­mið sem það þarf að upp­fylla.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig Ísland mun ná mark­miðum sín­um um sam­drátt á los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Hugi seg­ir að nú­ver­andi aðgerðaáætl­un verði upp­færð og það verði gert áður en nú­ver­andi tíma­bil renn­ur út. Stjórn­völd hafi meðal ann­ars beðið Hag­fræðistofn­un um að skoða hvað Íslend­ing­ar geti gert auka­lega. Sú vinna sé í gangi.

Til­kynn­ing um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins um sam­eig­in­leg los­un­ar­mark­mið með ESB og Nor­egi

mbl.is