Smábátasjómenn til umboðsmanns

Smábátar að makrílveiðum.
Smábátar að makrílveiðum.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur ákveðið að kvarta til Umboðsmanns Alþing­is vegna reglu­gerðar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem kvóta­setti mak­ríl­veiðar.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir fram­kvæmda­stjóri LS sam­bandið hafa ráðgast við fjölda aðila og telja sig hafa góðan rétt í mál­inu.

Sam­bandið tel­ur m.a. að mak­ríl­frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi verið ein af for­send­um þess að reglu­gerðin stand­ist lög, en frum­varpið hef­ur ekki verið samþykkt. Áður en reglu­gerðin var sett voru mak­ríl­veiðar smá­báta­eig­end­um frjáls­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: