15.000 ferkílómetrar kórala gætu horfið

Kóralrif eru griðarstaðir fjölmargra dýrategunda og því hefur dauði þeirra …
Kóralrif eru griðarstaðir fjölmargra dýrategunda og því hefur dauði þeirra gríðarleg áhrif á lífríki jarðarinnar. AFP

Banda­ríska haf- og lofts­lags­stofn­un­in NOAA spá­ir því að allt að 15.000 fer­kíló­metr­ar af kóröll­um gætu glat­ast að ei­lífu á inn­an við tveim­ur árum vegna hlýn­andi sjáv­ar. Það myndi þýða að 6% af nú­ver­andi kór­alrif­um heims­ins hverfi.

Kór­al­ar þríf­ast aðeins við ákveðið hita­stig. Hlýni sjór­inn um aðeins eina gráðu og helst þannig í meira en viku er lík­legt að þeir fölni. Sé hlýn­un­in hóf­leg geta kór­al­arn­ir náð sér aft­ur á strik á ein­hverj­um ára­tug­um en þegar hún er mik­il visna þeir og deyja.

Rann­sókn­ir NOAA benda til þess að 12% kór­alrifa heims­ins hafi orðið fyr­ir föln­un síðasta árið. Tæp­lega helm­ing­ur kór­al­anna, um 12.000 fer­kíló­metra, gætu glat­ast til fram­búðar. Vís­inda­menn stofn­un­ar­inn­ar telja hins veg­ar að föln­un­in haldi áfram inn í árið 2016 og muni þá hafa náð til kór­alrifa á öll­um hita­belt­is­svæðum jarðar­inn­ar. Áður en yfir ljúki gætu allt að 15.000 fer­kíló­metr­ar hafa glat­ast að ei­lífu.

Föln­un kór­alrifja á heimsvísu hef­ur aðeins átt sér stað tvisvar sinn­um áður, árin 1998 og 2010. Árið 1998 gerðist það í kjöl­far óvenju öfl­ugs El niño-viðburðar. Þá dráp­ust 16-19% af kór­alrifj­um jarðar­inn­ar. Mark Eak­in, yf­ir­maður kór­alrifja­eft­ir­lits NOAA, seg­ir að El niño árs­ins í ár hafi ef­laust sín áhrif á föln­un­ina nú en meg­in­or­sök henn­ar sé vafa­laust hnatt­ræn hlýn­un.

Frétt The Guar­di­an af föln­un kór­alrifja jarðar­inn­ar

mbl.is