Makríllinn heldur sig sunnarlega

Slæðing­ur hef­ur veiðst af mak­ríl fyr­ir sunn­an landið og fjölg­ar skip­um þar jafnt og þétt.

Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son, út­gerðar­stjóri upp­sjáv­ar­skipa hjá HB Granda, seg­ir að skip frá fyr­ir­tæk­inu hafi verið á veiðum frá Horna­fjarðardýpi og vest­ur á Kötlu­grunn.

Spurður seg­ir hann erfitt að átta sig á því hvort mak­ríll­inn sé kom­inn upp að strönd lands­ins í miklu magni. „Það er erfitt að hafa yf­ir­sýn en þetta er allt í lagi veiði og það er greini­legt að mak­ríl­inn er að finna víða,“ seg­ir Ingi­mund­ur. Hann seg­ir að mak­ríll­inn hafi að mestu haldið sig sunn­an við landið, frá Horna­fjarðardýpi og vest­ur að Vest­manna­eyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: