Nú styttist í að fresturinn til að skila inn myndum til þátttöku á RIFF (Reykjavík International Film Festival) en hann rennur út þann 15. júlí.
Hátíðin sjálf fer fram dagana 24. september til 4. október. Fresturinn gildir bæði fyrir íslenskar stuttmyndir og myndir í fullri lengd.
Íslenskar kvikmyndir og stuttmyndir eru sýndar í flokkinum Ísland í brennidepli en RIFF leggur sérstaka áherslu á íslenska stuttmyndadagskrá og vill styðja efnilega leikstjóra og framsækna kvikmyndagerð, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.
Í fyrra voru 20 íslenskar stuttmyndir frumsýndar á hátíðinni. Málarinn í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var valin besta íslenska stuttmyndin og hlaut verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar og Undir rós í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.