Undirskriftasafnarar gríðarlega sáttir

Makrílfrumvarpið var ekki afgreitt á nýliðnu þingi.
Makrílfrumvarpið var ekki afgreitt á nýliðnu þingi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum gríðarlega sátt við þátt­tök­una,“ seg­ir Bolli Héðins­son, einn aðstand­enda und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar #þjóðar­eign. Þar er þess krafið að „for­seti Íslands vísi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hverj­um þeim lög­um sem Alþingi samþykk­ir þar sem fisk­veiðiauðlind­um er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekk­ert ákvæði um þjóðar­eign á auðlind­um hef­ur verið sett í stjórn­ar­skrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyr­ir af­not þeirra“.

Hann seg­ir það hafa verið al­veg ófyr­ir­séð hversu marg­ar und­ir­skrift­ir myndu safn­ast þegar ráðist var í söfn­un­ina, en fjöld­inn komi aðstand­end­um skemmti­lega á óvart.

Býst ekki við að marg­ir falli út

51.538 manns skrifuðu und­ir, þó von sé á að ein­hverj­ir þeirra falli út. „Tölvu­fyr­ir­tækið sem tók að sér að gera þetta fyr­ir okk­ur mun sam­keyra und­ir­skrift­irn­ar við þjóðskrá og fjar­lægja það sem er óviðeig­andi að hafa þarna inni. Mér skilst að í svona und­ir­skrifta­söfn­un­um komi fyr­ir að verið sé að gera eitt­hvað grín og álíka, en það verður séð við öllu slíku,“ seg­ir Bolli. Hann á þó ekki von á miklu brott­falli und­ir­skrifta. „Tölvu­fyr­ir­tækið hef­ur farið yfir þetta jafnóðum að ein­hverju leyti, en þetta er bara loka­yf­ir­ferð. Þetta ætti því ekki að vera mjög mikið.“

Bolli Héðinsson er einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar.
Bolli Héðins­son er einn aðstand­enda und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar

List­inn verður af­hent­ur for­seta Íslands í þarnæstu viku, þegar tölvu­fyr­ir­tækið hef­ur farið yfir hann. Hvat­inn að und­ir­skrifta­söfn­un­inni var mak­ríl­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en það var ekki af­greitt á nýliðnu þingi. Þetta seg­ir Bolli hins veg­ar ekki koma að sök, enda eigi und­ir­skrift­irn­ar að ná til allra frum­varpa sem varða ráðstöf­un fisk­veiðiauðlinda til lengri tíma en árs, sé stjórn­ar­skrárá­kvæðið ekki til staðar.

mbl.is