Myndir þú taka við þessum miðum?

Það er forvitnilegt að sjá hvort fólk taki við öllu sem er frítt. Þetta myndbrot ætti að svara því hvort að fólk taki við öllu sem er frítt bara af því að það er frítt. 

Í nýjustu keppni Áttunnar gefa þeir félagar gangandi vegfarendum leikhúsmiða á vægast sagt mjög skrýtnar sýningar. Þetta eru t.d. leiksýningar á borð við „Mary Tottins“ og „Kleinuhringir fyrir bollustráka“ svo fátt eitt sé nefnt. Þessar leiksýningar eru að sjálfsögðu ekki til og bjuggu þeir til titlana á sýningunum fyrir hver annan. Hver og einn keppandi fær tvo miða á tvær sýningar til þess að losa sig við. Ef maður nær að losa sig við miðana þá fær maður stig. Að sjálfsögðu reyndu þeir að gera erfitt fyrir hver annan til þess að auka líkur á sigri.
Þessi keppni er stórskemmtileg eins og flestallar keppnir sem þeir fara í félagarnir.

Ekki missa af þessu myndbroti frá þeim sem kom fram í þætti gærdagsins. Hægt er að sjá fleiri keppnir og þættina í heild sinni inná

<a href="/attan" target="_blank">www.mbl.is/attan</a>

.

<div>Fylgist þið meira með þeim hér:</div><div><a href="http://www.facebook.com/attanofficial" target="_blank">www.facebook.com/attanofficial</a></div><div><a href="http://www.instagram.com/attan_official" target="_blank">www.instagram.com/attan_official</a></div><div>Snapchat: ATTAN_OFFICIAL</div><div>Watchbox: #attan_offical</div> <br/><div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/164699/" style="border: 0;" width="640"></iframe> <div id="embedded-remove"></div> </div>
mbl.is