Næstum því eins og að sjá einhyrning

Krúttlegur en hættulegur
Krúttlegur en hættulegur Skjáskot af Yahoo

Hann er mjög krútt­leg­ur, arnar­ung­inn sem ljós­mynd­ar­inn Jeff Cremer náði mynd af í Amazon frum­skóg­in­um í Perú á dög­un­um. Ung­inn er svo­kallaður har­py-örn og eyðir hann fyrsta ár­inu í hreiðri móður sinn­ar. Har­py-ern­ir eru risa­vaxn­ir fugl­ar og geta þeir orðið tæp­lega 1 metra háir og væng­haf þeirra get­ur verið 1,8 metr­ar.

Sagt er frá mynd­um Cremer á frétta­veitu Ya­hoo. 

Har­py-ern­ir halda til í myrk­ustu hlut­um regn­skóg­ar­ins og þar af leiðandi er mjög sjald­gæft að sjá þá á ferðinni. Cremer sagði í sam­tali við tíma­ritið Live Science að marg­ir fugla­áhuga­menn í Perú nái aldrei að sjá örn­inn.

„Þetta er næst­um því jafn sjald­gæft og að sjá ein­hyrn­ing,“ sagði Cremer.

Það er óhætt að segja að ung­inn sé sæt­ur en hann er þrátt fyr­ir það hættu­leg­ur bráð sinni. Áður en hann yf­ir­gef­ur hreiðrið er hann bú­inn að læra að veiða og drepa en helstu fórn­ar­lömb har­py-arn­ar­ins eru leti­dýr og apar.

Fleiri mynd­ir af ung­an­um og mömmu hans má sjá hér. 

mbl.is