Lokað á makríl í Nígeríu

Horfur eru svartar um markaði fyrir makríl.
Horfur eru svartar um markaði fyrir makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Mik­il óvissa er með sölu á mak­rílaf­urðum á vertíðinni, sem er að kom­ast í full­an gang. Nýj­ast í þeim efn­um er að yf­ir­völd í Níg­er­íu hafa til­kynnt bann á inn­flutn­ingi á fiski og fjöl­mörg­um fleiri vöru­flokk­um.

Til Níg­er­íu fóru yfir 20 þúsund tonn af fryst­um mak­ríl í fyrra og voru Níg­er­íu­menn, ásamt Rúss­um, stærstu kaup­end­ur mak­ríls héðan. Þessi staða bæt­ist ofan á erfiða stöðu á Rúss­lands­markaði, vegna efna­hags­ástands­ins í land­inu, en að auki hef­ur landið verið lokað nokkr­um stór­um út­flytj­end­um héðan síðustu mánuði vegna skil­yrða sem Rúss­ar kynntu í fyrra­haust.

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir að staðan á mörkuðum sé grafal­var­leg. Lok­un­in í Níg­er­íu frá síðustu mánaðamót­um sé enn eitt áfallið, en markaður­inn þar hafi skipt miklu og vax­andi máli síðustu ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: