Dýpri firðir, hraðari bráðnun

Hnattræn hlýnun veldur því að Grænlandsjökull bráðnar hratt. Landísinn þar …
Hnattræn hlýnun veldur því að Grænlandsjökull bráðnar hratt. Landísinn þar myndi hækka yfirborð sjávar um sex metra ef hann bráðnaði allur. AFP

Firðir á Vest­ur-Græn­landi eru mun dýpri en áður var talið og það gæti þýtt að Græn­lands­jök­ull muni bráðna um­tals­vert hraðar en gert hef­ur verið ráð fyr­ir. Yf­ir­borð sjáv­ar myndi hækka um allt að sex metra af ís­hell­an hverf­ur ef völd­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.

Rann­sókn­in sem leiðir þetta í ljós hef­ur farið í gegn­um jafn­ingjarýni og verður birt í rit­inu Geop­h­ysical Rese­arch Letters. Sam­kvæmt henni teygja firðirn­ir sig á sum­um stöðum að meðaltali 200-300 metr­um lengra inn í landið en menn höfðu áður talið. Jökla­fræðing­ar frá Kali­forn­íu­há­skóla eyddu þrem­ur árum í að rann­saka strand­lín­una und­ir jökl­in­um. Til þess notuðu þeir meðal ann­ars end­ur­varp hljóðbylgna til þess að kanna sjáv­ar­botn­inn við jök­ul­inn.

Lög­un og dýpt fjarðanna hef­ur mik­il áhrif á ís­hell­una sem bráðnar bæði að ofan vegna hlýrra lofts og að neðan fyr­ir til­stilli hlýn­andi sjáv­ar.

„Eft­ir því sem hann bráðnar hraðar þá get­ur hann runnið á haf út,“ seg­ir Eric Rignot, aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar og jökla­fræðing­ur við Kali­forn­íu­há­skóla í Irvine við Washingt­on Post.

Dýpri firðir þýði að hlýr sjór eigi greiðari leið að jökl­in­um. Grynnri firðir séu ekki eins hættu­leg­ir fyr­ir jök­ul­inn.

Rignot tel­ur að vís­inda­menn þurfi að breyta áætl­un­um sín­um um hversu hratt yf­ir­borð sjáv­ar mun rísa vegna þess að ekki sé gert ráð fyr­ir þess­ari breytu í nú­ver­andi líkön­um. Þetta sé aðeins einn liður í því að menn hafi van­metið þá hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar sem eigi sér stað og muni eiga sér stað í framtíðinni.

Frétt Washingt­on Post um rann­sókn­ir á Græn­lands­jökli

mbl.is