Mörgu ósvarað fyrir París 2015

Jörðin 6. júlí sl. Margir horfa til Parísar í desember …
Jörðin 6. júlí sl. Margir horfa til Parísar í desember en aðgerðasinnar hafa bent á að vegurinn liggi ekki til Parísar, heldur um París og inn í framtíðina. AFP

Laurent Fabius, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, hef­ur hvatt leiðtoga heims til að kom­ast að mála­miðlun um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Hann seg­ir póli­tísk álita­efni tor­velda þeim vinn­una sem sitja við samn­inga­borðið.

„Við ráðherr­ar verðum nú að kom­ast að mála­miðlun um stóru póli­tísku mál­efn­in,“ sagði Fabius. „Þannig munu viðræðurn­ar þokast áfram.“

Lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís, sem fram fer 30. nóv­em­ber til 11. des­em­ber nk., er beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu, en þar munu 196 ríki freista þess að ná sam­komu­lagi til að tak­marka áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Um þess­ar mund­ir er aðeins um að ræða 86 blaðsíðna sam­an­tekt yfir til­lög­ur og álita­efni, en Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) sagði frá því fyrr í dag að fyrri hluti árs 2015 hefði verið sá heit­asti í sögu jarðar­inn­ar, og löngu orðið ljóst að raun­veru­legra aðgerða er þörf.

Fabius lagði hart að leiðtog­um að freista þess að ná sam­an um tvö mál­efni: hversu mikið ríki heims þurfa að draga úr kol­efna­los­un og við hvað á að miða, og hvernig deila á ábyrgðinni milli ríkja.

Í sept­em­ber munu ráðherr­ar og hátt sett­ir emb­ætt­is­menn funda í Par­ís um þriðja deilu­efnið; það er pen­inga. Á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn 2009 var ákveðið að fá­tæk­ari ríki heim fengju ár­lega fjár­hagsaðstoð til að draga úr los­un og tak­ast á við af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga frá og með 2020. Ennþá er eft­ir að út­færa hvaðan pen­ing­arn­ir eiga að koma, hvernig á að skipta þeim niður og fylgj­ast með ráðstöf­un þeirra.

mbl.is