Fáir smábátar eru á makríl

Smábátar að makrílveiðum.
Smábátar að makrílveiðum.

Nú stunda 618 smá­bát­ar strand­veiðar hring­inn í kring­um landið, það er um 30 bát­um færra en í fyrra. Heild­arafl­inn er kom­inn í 6.140 tonn en veiða má 8.600 tonn.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir í um­fjöll­un um mak­ríl­veiði smá­báta í Morg­un­blaðinu í dag að mest­ur afli á bát í róðri að meðaltali sé 614 kg á svæði A (Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur til Súðavík­ur­hrepp­ur).

Þar er líka mest­ur heild­arafli á dag eða að meðaltali 81,7 tonn á þeim 29 dög­um sem búið er að stunda strand­veiðar í sum­ar á svæðinu. Þeir fengu níu daga í maí, 11 daga í júní og níu daga í júlí. Síðasti veiðidag­ur var 15. júlí. Örn kveðst vera bjart­sýnn á að afla­heim­ild­ir á öðrum veiðisvæðum dugi þá átta veiðidaga sem eft­ir eru í júlí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: