Losar sig við gervilim í miðbænum

Túristarnir í miðbænum voru mjög hissa í seinustu viku þegar ungir drengir vippuðu sér að þeim og reyndu að losa sig við mjög svo furðulega hluti. Að sjálfsögðu voru þessir ungu drengir strákarnir í Áttunni. Þeir voru að keppa um það hvort þeir gætu losað sig við hluti sem voru í ákveðinni tösku.

Þeir höfðu enga hugmynd um hvað þeir voru að losa sig við fyrr en þeir opnuðu töskuna. Þeir völdu hluti hver fyrir annan og voru hlutirnir miskvikindislegir. Arnar Þór Ólafsson þurfti t.d. að losa sig við gervilim og má hver dæma fyrir sig hvernig það gekk hjá honum.

Hér er ein önnur keppni frá Áttunni og er þessi sú grófasta hingað til. Ef þú hefur áhuga á að horfa á meira frá þessum félögum slærðu inn slóðina www.mbl.is/attan og þú getur séð allt sem þeir hafa gert.

Fylgstu meira með:
www.facebook.com/attanofficial

www.instagram.com/attan_official

Snapchat: attan_offcial

Watchbox: #attan_official

mbl.is