Einn af vinsælustu liðum Áttunnar í sumar hefur verið liðurinn: Frændurnir prófa. Þessi liður snýst um það að frændurnir Nökkvi Fjalar og Ragnar prufa hluti sem áhorfendur skora á þá að gera. Í síðustu prófun reyndu þeir að sprengja melónu og gekk það framar öllum vonum.
Í þetta skipti ætla þeir að reyna við þjóðaríþrótt Senegala, að sögn Ragnars. Þessi íþrótt er ekki beint viðurkennd þjóðaríþrótt Senegala, eins og Ragnar heldur fram, en hún er einföld: Maður þarf að synda á móti straumnum í læk. Að sjálfsögðu má ekki reyna þetta í kraftmiklum lækjum og allra síst ám.
Þeir frændurnir spreyta sig á þessari íþrótt í þessu myndbroti hér fyrir neðan og standa sig misvel. En allir geta verið sammála um að útkoman er bráðskemmtileg og fyndin.
Ef ykkur finnst þetta myndbrot skemmtilegt, ekki hika við að skoða öll hin myndbrotin inni á www.mbl.is/attan.
Fylgstu meira með þeim hér:
www.facebook.com/attanofficial
www.instagram.com/attan_official
Snapchat: Attan_official
Watchbox: #Attan_official