Björgvin og Ragnheiður Sara blómstra

Björgvin sigraði síðustu grein með yfirburðum.
Björgvin sigraði síðustu grein með yfirburðum. Ljósmynd/Björgvin Karl

Þegar þremur greinum af níu er lokið á Heimsleikunum í Crossfit, sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum, er Björgvin Karl Guðmundsson í 3. sæti í einstaklingskeppni karla. 

Björgvin sigraði í síðustu grein sem kallast „Murph.“ Sú grein felst í því að keppendur eiga að hlaupa 1,6 kílómetra (mílu), gera 100 upphýfingar, 200 armbeygur, 300 hnébeygjur og hlaupa síðan aftur 1,6 kílómetra. Keppendur urðu að grea æfinguna í 9 kg vesti.

Í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst íslensku kvennanna. Hún er í 3. sæti eftir fyrstu þrjár greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 13. sæti, Annie Mist Þórisdóttir 14. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir 29. sæti. Í liðakeppninni er lið Crossfit Reykjavík í 33. sæti af 40 liðum.

Keppnin heldur áfram í kvöld en klukkan 22.30 heldur keppni áfram þegar karlarnir keppa í „Snörustiga“ og konurnar koma í beinu framhaldi í sömu grein.

Ragnheiður Sara í 3. sæti eftir þrjár greinar.
Ragnheiður Sara í 3. sæti eftir þrjár greinar. Ljósmynd/Ragnhildur Sara
mbl.is