Dauðadrukkinn greifingi á pólskri sólarströnd

Wandzia er nú að jafna sig. Ætli hún haldi áfram …
Wandzia er nú að jafna sig. Ætli hún haldi áfram uppteknum hætti þegar hún verður látin laus? Ljósmynd/Fundacja Na Rzecz Zwierząt "Dzika Ostoja "

Kven­kyns greif­ingi er nú að jafna sig í dýra­at­hvarfi, tveim­ur dög­um eft­ir að partý­dýrið fannst á strönd. Dýrið var, eins og lög­regl­an myndi orða það, í ann­ar­legu ástandi og hafði dáið áfeng­is­dauða á strönd­inni.

„Ó þessi æska, ó sum­ar­frí,“ grínaðist at­hvarfið Dzika Ostoja með í færslu á Face­booksíðu at­hvarfs­ins í dag, þar sem sagt var frá æv­in­týr­um greif­ingj­ans Wandzia í sum­ar­dval­arstaðnum Rewal við Eystra­saltið.

„Við fund­um Wandzia drukkna, um­kringda sjö (tóm­um) bjór­flösk­um. Svo voru tvær til viðbót­ar í nær­stödd­um runna, svo það er ekki ólík­legt að partýið hafi byrjað þar. Haha,“ seg­ir á Face­booksíðu at­hvarfs­ins.

Talið er að greif­ing­inn hafi stolið bjórn­um frá mennsk­um fé­lög­um sín­um á strönd­inni, og að hún hafi svo notað tenn­urn­ar til að ná tapp­an­um af flösk­un­um. Wandzia svaf úr sér í tvo heila sól­ar­hringa, sagði Marzena Bialowolska, yf­ir­maður at­hvarfs­ins, í sam­tali við AFP. Hún bætti við að hún væri að nokkru leyti búin að jafna sig, en gæti enn ekki setið upp­rétt.

„Hún hef­ur sofið, drukkið (vatn) og borðað kjúk­linga­kjöt,“ sagði hún. Ef allt fer vel verður Wandzia sleppt aft­ur út í nátt­úr­una áður en vik­an er úti.

Wandzia er ekki sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar til að fikta við áfeng­is­drykkju. Árið 2009 var lög­regla í Þýskalandi kölluð til til að ná „sauðdrukkn­um“ greif­ingja af veg­in­um, sem hafði hámað í sig ofþroskuð kirsu­ber.

mbl.is