Mjög þung umferð er nú á Suðurlandi og þá einkum innan marka Selfoss. Lögreglumaður á Suðurlandi, sem mbl.is ræddi við, segir ökumenn verða að sýna biðlund.
Vegfarandi sendi mbl.is ljósmynd sem tekin var á Selfossi. Á henni sést meðal annars hversu þung umferðin þar er, en þar hreyfast ökutækin löturhægt enda bíll við bíl. Hafa vegna þessa langar raðir myndast.
„Það er mjög þung umferð hér í gegn,“ segir lögreglumaðurinn í samtali við mbl.is. „Þetta er dæmigerð umferð fyrir verslunarmannahelgi og þá verða ökumenn að sýna þolinmæði.“
Aðspurð segir hann engin slys hafa orðið í umferðinni það sem af er degi og fylgjast lögreglumenn grannt með ökumönnum.
Frétt mbl.is: