Flugfélagið Ernir áætlar að fljúga með hátt í 700 farþega til og frá Vestmannaeyjum um helgina. Félagið verður með loftbrú á milli lands og Eyja frá Reykjavík og fer hver að verða síðastur að ná sér í flug um helgina, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.
Eitthvað er enn laust í dag, föstudag, til og frá Eyjum og einnig um helgina, en sætin seljast hratt þessa stundina. Aðeins er laust seint á mánudag frá Eyjum og því fer hver að verða síðastur að ná sér í sæti til lands eftir Þjóðhátíð í Eyjum.
Einnig er töluverður farþegafjöldi á aðra áfangastaði félagsins, Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal, yfir helgina.
Því má ætla að hátt í 1.000 manns ferðist með félaginu um verslunarmannahelgina hvort sem er í áætlunar-, útsýnis- eða leiguflugi.