Hóta að beita Ísland refsiaðgerðum

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Rúss­ar munu jafn­vel grípa til refsiaðgerða gagn­vart sex ríkj­um sem hafa lýst yfir stuðningi við refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Rúss­um. Meðal þeirra er Ísland.

Talsmaður rúss­neskra stjórn­valda, Dmitrí Peskov, staðfest­ir þetta í sam­tali við Tass frétta­stof­una í gær.

Auk Íslands eru það Svart­fjalla­land, Alban­ía, Nor­eg­ur, Lichten­stein og Úkraína sem eiga hlut að máli. Þau hafa öll lýst því yfir að þau styðji áfram­hald­andi aðgerðir gagn­vart Rúss­um.

Fyrr á þessu ári var tíma­bundið lokað á inn­flutn­ing sex ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Rússlandi og þriggja kjöt­fram­leiðenda.

Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sagði á þeim tíma að þess­ar aðgerðir hefðu strax haft áhrif á mögu­leika viðkom­andi fyr­ir­tækja á að selja afurðir til Rúss­lands. Rúss­land hafi lengi verið mik­il­væg­ur stór­markaður.

Tæp­ur helm­ing­ur út­fluttra mak­rílaf­urða árið 2013 fór til Rúss­lands svo nefnd séu dæmi af viðskipta­hags­mun­um ríkj­anna tveggja ef til inn­flutn­ings­banns­ins kem­ur. 

mbl.is