Hvað þarf að hafa með í útileguna?

Ert þú með nóg af tjaldhælum góði minn?
Ert þú með nóg af tjaldhælum góði minn? mbl.is/Golli

Svínakjötið er marinerað. Kartöflusalatið er opið og piparsósan einnig. Plastið er komið af einnota grillinu. Allt er til reiðu fyrir dýrindis grillveislu úti í náttúrunni. „Kom enginn með eldspýtur?“ heyrist frá kokkinum. Að mörgu er að huga að þegar farið er í útilegu. Mbl.is hefur útbúið lista yfir það mikilvægasta sem þú þarft að hafa með þér um helgina. 

Tjald­búnaður

Tjald

Bönd

Auka tjald­hæl­ar - Þeir eiga það til að týn­ast.

Lukt/Vasaljós

Svefn­búnaður

Dýn­ur

Svefn­poki

Koddi

Loft­pumpa fyr­ir dýn­ur/Góð lungu

Geymslu­poki 

Teppi

Fatnaður

Nær­föt til skipt­anna.

Stutterma­bol­ir

Stutt­bux­ur

Auka sokk­ar

Regnjakki - Við búum á Íslandi þrátt fyrir allt.

Nátt­föt

Nátthúfa

Sund­föt

Auka bux­ur

Auka skór

Plast­pok­ar fyr­ir óhrein föt eða blauta skó.

Mat­reiðsla

Vatns­birgðir

Hita­brúsi

Ferðagrill

Kol fyr­ir ferðagrill.

Grill­vökvi

Papp­ír til að kveikja í grill­inu eða lang­ar eld­spít­ur.

Eld­spít­ur eða kveikj­ari - nauðsyn­legt og gleym­ist oft!

Vatns­birgðir

Kakó­duft

Hnífa­pör og skeið.

Eld­húsrúlla

Rusla­pok­ar - Hafðu nóg af þeim, nota­gildið er hrein­lega ómæl­an­legt.

Diska­sápa - Gott er að geta skolað af disk­un­um eft­ir mat­inn.

Pott­ur og panna.

Matarol­ía

Gril­lá­höld

Dósa­opn­ari

Boll­ar

Skurðarbretti - Hins­veg­ar eru sum­ir stein­ar ágæt­is skurðarbretti.

Ferðaborð og stól­ar.

Visku­stykki

Salt og pip­ar - Ef elda­mennsk­an fer úr­skeiðis er alltaf hægt að redda sér með þessu.

Snyrti­vör­ur

Tann­krem og tann­busti - Ekki gleyma þessu. Útil­egu­and­fýla finnst lang­ar leiðir.

Hand­klæði

Rakvél - Ef þú ert ein­stak­lega snyrti­leg­ur aðili.

Kló­sett­papp­ír

Ferðast­urta - Ef þú átt slíka skaltu ekki gleyma henni.

Lyf - Ef þú þarft á þeim að halda. Gott er að taka auka birgðir með sér.

Svita­lyktareyðir - Jafn mik­il­væg­ur og tann­kremið.

Hár- og lík­ams­sápa.

Dömu­bindi og aðrir slík­ir hlut­ir fyr­ir döm­ur.

Skyndi­hjálp­ar­vör­ur

Plást­ur - Al­gengt er að fá risp­ur og sár í úti­leg­um.

Lím­band

Sótt­hreinsi­klút­ar

Skæri

Sól­ar­vörn - Von­andi þurf­um við svo­leiðis um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Lyf -  Fyr­ir þá sem þurfa.

Sára­bindi

Rakakrem fyr­ir sól­bruna - Fyr­ir bjart­sýna úti­legugarpa.

Vasa­ljós - Í fæst­um tjöld­um eru loft­ljós og því kem­ur vasa­ljósið sterkt til leiks.

Ýmsir hlut­ir

Góða skapið

Kæli­box fyr­ir mat - Gott er að hafa all­an mat­inn á ein­um stað. Hægt er að nota frauðplastbox og kælikubba. 

Regn­hlíf

Hljóðfæri - Ef þú átt og kannt á hljóðfæri skaltu taka það með. Nema þú spilir á kontrabassa eða annað hljóðfæri sem er yfir ákveðnum stærðarmörkum. 

Söngbækur - Let's face it, við kunnum ekki alla ættjarðartextana utan að. Ef þú mætir ekki með söngbók gætir þú lent í því að þurfa að syngja Draumur um Nínu allt kvöldið. Ekkert að því svosem.

Vasa­hníf­ur - Vasa­hníf­ar hafa margsinn­is sannað gildi sitt í úti­leg­um.

Kerti - Það er ein­stak­lega nota­legt að sitja úti í kvöld­blíðunni með kerta­ljós.

Útil­egu­stól­ar -  oftast er hægt að kaupa slíka stóla á bensínstöðvum á lítinn pening.

Bak­poki - Það get­ur verið gam­an að fara í göng­ur og taka með sér nesti.

Sólgler­augu - Mikilvæg gegn sól, mikilvægri upp á lúkkið. 

Bók - Ef það rign­ir út í eitt er mjög nota­legt að sitja bara inni í tjaldi og lesa góða bók.

Veiðistöng 

Syk­ur­púðar - Stór part­ur af úti­legu er að grilla sér syk­ur­búða eft­ir mat. Ekki gleyma þeim.

Kík­ir - Fyr­ir fugla­áhuga­fólk er kík­ir­inn gott hjálp­ar­tæki.

Drátt­ar­beisli - Það er alltaf einn og einn sem fest­ir sig í drull­unni. Gott er að geta aðstoðað.

Nauðsyn­legt er að láta vita af ferðum sín­um, sér­stak­lega fyr­ir þá sem hyggj­ast tjalda úti í nátt­úr­unni fjarri byggð á ómerktu tjaldsvæði. Það get­ur alltaf eitt­hvað komið upp á og því eru upp­lýs­ing­ar sem þess­ar mjög gagn­leg­ar þegar á reyn­ir.

Þetta eru þeir helstu hlut­ir sem mbl.is tel­ur að gott sé að hafa með í úti­leg­una. 

mbl.is