Svínakjötið er marinerað. Kartöflusalatið er opið og piparsósan einnig. Plastið er komið af einnota grillinu. Allt er til reiðu fyrir dýrindis grillveislu úti í náttúrunni. „Kom enginn með eldspýtur?“ heyrist frá kokkinum. Að mörgu er að huga að þegar farið er í útilegu. Mbl.is hefur útbúið lista yfir það mikilvægasta sem þú þarft að hafa með þér um helgina.
Tjald
Bönd
Auka tjaldhælar - Þeir eiga það til að týnast.
Lukt/Vasaljós
Dýnur
Svefnpoki
Koddi
Loftpumpa fyrir dýnur/Góð lungu
Geymslupoki
Teppi
Nærföt til skiptanna.
Stuttermabolir
Stuttbuxur
Auka sokkar
Regnjakki - Við búum á Íslandi þrátt fyrir allt.
Náttföt
Nátthúfa
Sundföt
Auka buxur
Auka skór
Plastpokar fyrir óhrein föt eða blauta skó.
Vatnsbirgðir
Hitabrúsi
Ferðagrill
Kol fyrir ferðagrill.
Grillvökvi
Pappír til að kveikja í grillinu eða langar eldspítur.
Eldspítur eða kveikjari - nauðsynlegt og gleymist oft!
Vatnsbirgðir
Kakóduft
Hnífapör og skeið.
Eldhúsrúlla
Ruslapokar - Hafðu nóg af þeim, notagildið er hreinlega ómælanlegt.
Diskasápa - Gott er að geta skolað af diskunum eftir matinn.
Pottur og panna.
Matarolía
Grilláhöld
Dósaopnari
Bollar
Skurðarbretti - Hinsvegar eru sumir steinar ágætis skurðarbretti.
Ferðaborð og stólar.
Viskustykki
Salt og pipar - Ef eldamennskan fer úrskeiðis er alltaf hægt að redda sér með þessu.
Tannkrem og tannbusti - Ekki gleyma þessu. Útileguandfýla finnst langar leiðir.
Handklæði
Rakvél - Ef þú ert einstaklega snyrtilegur aðili.
Klósettpappír
Ferðasturta - Ef þú átt slíka skaltu ekki gleyma henni.
Lyf - Ef þú þarft á þeim að halda. Gott er að taka auka birgðir með sér.
Svitalyktareyðir - Jafn mikilvægur og tannkremið.
Hár- og líkamssápa.
Dömubindi og aðrir slíkir hlutir fyrir dömur.
Plástur - Algengt er að fá rispur og sár í útilegum.
Límband
Sótthreinsiklútar
Skæri
Sólarvörn - Vonandi þurfum við svoleiðis um verslunarmannahelgina.
Lyf - Fyrir þá sem þurfa.
Sárabindi
Rakakrem fyrir sólbruna - Fyrir bjartsýna útilegugarpa.
Vasaljós - Í fæstum tjöldum eru loftljós og því kemur vasaljósið sterkt til leiks.
Góða skapið
Kælibox fyrir mat - Gott er að hafa allan matinn á einum stað. Hægt er að nota frauðplastbox og kælikubba.
Regnhlíf
Hljóðfæri - Ef þú átt og kannt á hljóðfæri skaltu taka það með. Nema þú spilir á kontrabassa eða annað hljóðfæri sem er yfir ákveðnum stærðarmörkum.
Söngbækur - Let's face it, við kunnum ekki alla ættjarðartextana utan að. Ef þú mætir ekki með söngbók gætir þú lent í því að þurfa að syngja Draumur um Nínu allt kvöldið. Ekkert að því svosem.
Vasahnífur - Vasahnífar hafa margsinnis sannað gildi sitt í útilegum.
Kerti - Það er einstaklega notalegt að sitja úti í kvöldblíðunni með kertaljós.
Útilegustólar - oftast er hægt að kaupa slíka stóla á bensínstöðvum á lítinn pening.
Bakpoki - Það getur verið gaman að fara í göngur og taka með sér nesti.
Sólgleraugu - Mikilvæg gegn sól, mikilvægri upp á lúkkið.
Bók - Ef það rignir út í eitt er mjög notalegt að sitja bara inni í tjaldi og lesa góða bók.
Veiðistöng
Sykurpúðar - Stór partur af útilegu er að grilla sér sykurbúða eftir mat. Ekki gleyma þeim.
Kíkir - Fyrir fuglaáhugafólk er kíkirinn gott hjálpartæki.
Dráttarbeisli - Það er alltaf einn og einn sem festir sig í drullunni. Gott er að geta aðstoðað.
Nauðsynlegt er að láta vita af ferðum sínum, sérstaklega fyrir þá sem hyggjast tjalda úti í náttúrunni fjarri byggð á ómerktu tjaldsvæði. Það getur alltaf eitthvað komið upp á og því eru upplýsingar sem þessar mjög gagnlegar þegar á reynir.
Þetta eru þeir helstu hlutir sem mbl.is telur að gott sé að hafa með í útileguna.