Kaupendur úti áhyggjufullir

Makríll.
Makríll. mbl.is/Albert Kemp

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa ekki fengið meld­ingu um að viðskiptaþving­an­ir af hálfu Rússa séu í far­vatn­inu, en ljóst er að loki rúss­nesk stjórn­völd fyr­ir inn­flutn­ing ís­lenskra fiskaf­urða verður skaðinn mik­ill, bæði fyr­ir ís­lenska og rúss­neska aðila.

Dmi­try Peskov, talsmaður Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta, sagði í vik­unni að svo gæti farið að stjórn­völd gripu til aðgerða gegn þeim ríkj­um sem styðja refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna inn­limun­ar Krímskaga og átak­anna í Úkraínu. Til­efnið var yf­ir­lýs­ing Federicu Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, um fram­leng­ingu aðgerða en þar var Ísland á lista yfir þátt­töku­ríki.

Hauk­ur Þór Hauks­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SFS, seg­ir sam­tök­in hafa verið í sam­bandi við ut­an­rík­is­ráðuneytið en eng­ar fregn­ir hafi borist um málið frá yf­ir­völd­um í Rússlandi. Hann seg­ir fyr­ir­tæk­in hér heima hins veg­ar hafa heyrt það hjá kaup­end­um eystra að þeir séu ugg­andi vegna máls­ins, enda eiga þeir ekki síður hags­muna að gæta.

En hvað er í húfi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki?

„Ef við horf­um á síðastliðin ár og t.d. bara 2014, þá var þetta stærsti upp­sjáv­ar­markaður Íslend­inga,“ seg­ir Hauk­ur, en um 120.000 tonn af upp­sjáv­ar­af­urðum voru flutt­ar til lands­ins í fyrra. Um er að ræða mak­ríl, síld og loðnu, en Hauk­ur seg­ir sér­stak­lega reyna á mak­rílút­flutn­ing. „Þar erum við Íslend­ing­ar ný­byrjaðir á markaði. Það hef­ur gengið vel þarna aust­ur­frá, en þetta er allt öðru­vísi en með þorskinn, þar sem menn hafa verið ára­tug­um sam­an; menn þekkja þann markað og eru með marga kaup­end­ur um all­an heim.“

Hauk­ur seg­ir um að ræða magn­markað og að ekki verði hlaupið að því að finna aðra kaup­end­ur. Hann bend­ir á að gjald­eyr­is­höft séu nú ný­kom­in á í Níg­er­íu, þar sem mak­ríll­inn hef­ur einnig verið seld­ur, og þá sé fram­boðið mikið um þess­ar mund­ir. Birgðir hafi t.d. safn­ast fyr­ir í Nor­egi, sem fái nú þegar að finna fyr­ir viðskiptaþving­un­um Rússa.

Níu ís­lensk fyr­ir­tæki eiga hags­muna að gæta, að sögn Hauks, en stærð Rúss­lands­markaðar fyr­ir ís­lenskt sjáv­ar­fang nam 200 millj­ón­um Banda­ríkja­dala í fyrra. Þar af keyptu Rúss­ar mak­ríl fyr­ir 80 millj­ón­ir dala.

En líkt og fyrr seg­ir verða það ekki aðeins ís­lensk­ir aðilar sem munu finna fyr­ir því ef Rúss­ar grípa til viðskiptaþving­ana.

„Þeir missa fæðufram­boð inn í landið,“ seg­ir Hauk­ur. „Þetta voru ein­hver 120.000 tonn af fisk sem Íslend­ing­ar voru að selja út í fyrra. Þannig að þetta er í fyrsta lagi bara mikið af mat­væl­um sem fara ekki inn í landið. Og rúss­nesk­ir kaup­end­ur, sem jafn­vel vinna vör­una áfram og pakka henni og þar fram eft­ir göt­un­um; það nátt­úru­lega blas­ir við hrá­efna­skort­ur hjá þeim.“

Frétt mbl.is: Hóta að beita Ísland refsiaðgerðum

Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS.
Hauk­ur Þór Hauks­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SFS.
mbl.is