Breyta ekki afstöðu Íslands

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Eggert

Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur ekki til­efni til að Ísland dragi stuðning sinn við viðskiptaþving­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Rússlandi til baka.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Dmi­try Peskov, talsmaður Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta, sagði í vik­unni að svo gæti farið að stjórn­völd gripu til aðgerða gegn þeim ríkj­um sem styðja refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna inn­limun­ar Krímskaga og átak­anna í Úkraínu. Til­efnið var yf­ir­lýs­ing Federicu Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, um fram­leng­ingu aðgerða en þar var Ísland á lista yfir þátt­töku­ríki.

Ljóst er að loki rúss­nesk stjórn­völd fyr­ir inn­flutn­ing ís­lenskra fiskaf­urða verður skaðinn mik­ill, bæði fyr­ir ís­lensk og rúss­nesk fyr­ir­tæki.

Ísland hef­ur ávallt stutt viðskiptaþving­an­irn­ar. „Ísland tók þá ákvörðun strax snemma á síðasta ári að taka þátt í þeim aðgerðum sem bæði sam­starfs­ríki okk­ar á evr­ópska efna­hags­svæðinu og í Norður-Am­er­íku hafa gripið til vegna inn­limun­ar Krímskaga og af­skipta Rússa af mál­efn­um Úkraínu,“ sagði Birg­ir.

For­send­ur hefðu ekki breyst þannig að til­efni væri til að end­ur­skoða þá ákvörðun.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is mun funda á miðviku­dag eða fimmtu­dag í næstu viku til að ræða mögu­leg­ar viðskiptaþving­an­ir Rússa gegn Íslend­ing­um.

Frétt­ir mbl.is:

Kaup­end­ur úti áhyggju­full­ir

Hóta að beita Ísland refsiaðgerðum

Eig­um ekki í prívat útistöðum við Rússa

mbl.is

Bloggað um frétt­ina