Eigum ekki í prívat útistöðum við Rússa

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir í Face­book­færslu að Ísland eigi að láta af stuðningi við viðskiptaþving­an­ir á Rúss­land.

Ásmund­ir skrif­ar: „Tök­um okk­ur af lista yfir þjóðir sem vilja viðskipta­bann á Rússa.
Nú velta Rúss­ar því fyr­ir sér að hætta að kaupa vör­ur af þeim 7 þjóðum sem þeir hafa enn keypt af vör­ur en eru engu að síður á lista yfir þær þjóðir sem styðja viðskipta­bann Evr­ópu­sam­bands­ins á Rúss­land sem sett var í júní á síðasta ári.“

Hann seg­ir mikla hags­muni í húfi, ekki síst fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn að Rúss­ar kaupi af Íslandi mak­ríl og aðrar afurðir. „

Rúss­land er gríðarlega mik­il­væg­ur markaður fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir en þeir eru í 5. sæti yfir stærstu kaup­end­ur sjáv­ar­ar­af­urða árið 2013.“

Hann seg­ir Ísland eiga að taka sig af „óþurftal­ist­an­um“, enda eigi Íslend­ing­ar„í eng­um prívat útistöðum við þá ágætu þjóð.“

 

mbl.is