Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Facebookfærslu að Ísland eigi að láta af stuðningi við viðskiptaþvinganir á Rússland.
Ásmundir skrifar: „Tökum okkur af lista yfir þjóðir sem vilja viðskiptabann á Rússa.
Nú velta Rússar því fyrir sér að hætta að kaupa vörur af þeim 7 þjóðum sem þeir hafa enn keypt af vörur en eru engu að síður á lista yfir þær þjóðir sem styðja viðskiptabann Evrópusambandsins á Rússland sem sett var í júní á síðasta ári.“
Hann segir mikla hagsmuni í húfi, ekki síst fyrir sjávarútveginn að Rússar kaupi af Íslandi makríl og aðrar afurðir. „
Rússland er gríðarlega mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir en þeir eru í 5. sæti yfir stærstu kaupendur sjávararafurða árið 2013.“
Hann segir Ísland eiga að taka sig af „óþurftalistanum“, enda eigi Íslendingar„í engum prívat útistöðum við þá ágætu þjóð.“