Það hefur verið talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum í gærkvöldi og nótt en ekkert alvarlegt hefur komið upp. Eitthvað er um fíkniefnabrot en engin kynferðisbrot né önnur alvarleg ofbeldisbrot hafa komið til kasta lögreglunnar.
Enginn gisti fangageymslur á Ísafirði í nótt og þrátt fyrir nánast stöðugan eril þá gekk nóttin þokkalega áfallalaust fyrir sig þar á bæ að sögn lögreglu.